Velkomin á vefsíðu KH Verktaka

Forsíða

Fyrirtækið KH verktakar ehf var stofnað 2006. Eigandi þess eru Kristinn H. Grétarsson múrarameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík.

Kristinn hefur um 35 ára starfsreynslu í almennu múrverki, húsaviðgerðum, flísalögnum, steypuvinnu og járnabindingum, síðustu 30 árin sem sjálfstætt starfandi múrarameistari

Markmiðið með stofnun fyrirtækisins er sérhæfing þess í öllu því sem tengist húsaviðgerðum og flísalögnum. Fyrirtækið hefur einnig að leiðarljósi að vanda vinnubrögð á öllum verkum sem það tekur að sér.

KH verktakar ehf er framsækið fyrirtæki sem fylgist vel með öllum þeim tækninýjungum á markaðnum sem tengjast viðhaldi húsa. Hjá fyrirtækinu starfa, auk eiganda sérhæfðir verka-menn, múrarar, smiðir, málarar og blikksmiðir, auk meistara í áðurgreindum iðngreinum.

868 7448 kh@kh.is

Eitt helsta markmið KH Verktaka er fag-
mennska og vandvirkni.